Gylfi í liði vetrarins hjá Sky

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt tólfta mark í deildinni í …
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt tólfta mark í deildinni í vetur gegn Chelsea um síðustu helgi. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er í ellefu manna úrvalsliði ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem Sky Sports birti fyrir stundu og er byggt á einkunnagjöf fjölmiðilsins á þessu keppnistímabili í heild sinni.

Sky Sports gefur öllum leikmönnum nákvæmari einkunnir fyrir hvern leik sem eru byggðar á frammistöðu og tölfræði og Gylfi hefur í allan vetur verið á meðal 10-15 efstu í deildinni.

Í úrvalsliðinu sem Sky birtir nú eru eftirtaldir leikmenn:

Markvörður:
Alisson, Liverpool

Varnarmenn:
Matt Doherty, Wolves
Virgil van Dijk, Liverpool
Willy Boly, Wolves
Andrew Robertson, Liverpool

Miðjumenn:
Gylfi Þór Sigurðsson, Everton
Eden Hazard, Chelsea
Paul Pogba, Manchester United

Sóknarmenn:
Raheem Sterling, Manchester City
Sergio Agüero, Manchester City
Mohamed Salah, Liverpool

mbl.is