Liðsfélagi Gylfa eftirsóttur

Richarlison er eftirsóttur.
Richarlison er eftirsóttur. AFP

Brasilíski framherji Everton, Richarlison, er eftirsóttur af stórum félögum í Evrópu. Að sögn Sky hafnaði Everton tilboðum í leikmanninn í janúar, sem hljóðuðu upp á mun meira en þær 40 milljónir punda sem félagið greiddi Watford fyrir þjónustu hans í sumar. 

AC Milan er eitt þeirra félaga sem hafa sýnt Richarlison áhuga og er Gennaro Gattuso, knattspyrnustjóri Milan, mjög hrifinn af sóknarmanninum. Everton hefur hins vegar engan áhuga á að selja leikmanninn, sem er búinn að skora tólf mörk á leiktíðinni. 

Richarlison er sem stendur með brasilíska landsliðhópnum, en Brasilía mætir Panama í vináttuleik á laugardag. Stórstjarnan Neymar er frá vegna meiðsla og gæti Richarlison því fengið tækifæri í byrjunarliðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert