Meiddur Rashford ekki með enskum

Marcus Rashford verður ekki með enska landsliðinu.
Marcus Rashford verður ekki með enska landsliðinu. AFP

Marcus Rashford, framherji Manchester United, verður ekki með enska landsliðinu í fótbolta gegn Tékkum og Svartfjallalandi í undankeppni EM 2020 vegna ökklameiðsla. 

Rashford meiddist í leik Manchester United gegn Liverpool í síðasta mánuði og tókst læknateymi enska landsliðsins ekki að gera að meiðslum hans í tæka tíð. 

„Hann er búinn að vinna með læknateyminu alla vikuna. Við reyndum að tjasla honum saman en hann verður ekki með í leikjunum, svo við sendum hann aftur til Manchester,“ sagði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga á blaðamannafundi í dag.

Rashford er sjötti leikmaðurinn sem dregur sig úr landsliðsverkefninu sökum meiðsla. Áður höfðu Fabian Delph, Ruben Loftus-Cheek, John Stones, Luke Shaw og Trent Alexander-Arnold allir dregið sig úr hópnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert