Sancho væntanlega í byrjunarliði Englands

Jadon Sancho verður í byrjunarliði Englendinga.
Jadon Sancho verður í byrjunarliði Englendinga. AFP

Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, verður væntanlega í byrjunarliði enska landsliðsins sem mætir Tékklandi í undankeppni EM 2020 á Wembley annað kvöld. Sancho er aðeins 18 ára gamall en hefur spilað afar vel í Þýskalandi á tímabilinu. 

Marcus Rashford, framherji Manchester United, þurfti að draga sig úr landsliðshópnum í dag, sem þýðir að Sancho fær tækifærið. Sancho hefur spilað um 30 mínútur í keppnisleikjum með Englendingum til þessa. 

Hann var í byrjunarliði enska liðsins í vináttuleik við Bandaríkin í nóvember. Callum Hudson-Odoi, leikmaður Chelsea, verður á varamannabekk Englendinga, en þeir félagar unnu HM 17 ára og yngri með Englandi árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert