Meiðslavandræði hjá Tottenham

Eric Dier haltrar af velli gegn Tékkum á föstudaginn.
Eric Dier haltrar af velli gegn Tékkum á föstudaginn. AFP

Eric Dier og Serge Aurier, leikmenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham, eru báðir að glíma við meiðsli þessa dagana. Dier fór meiddur af velli í 5:0-sigri Englands gegn Tékkum á Wembley í undankeppni EM og þá fór Aurier meiddur af velli í 3:0-sigri Fílabeinsstrandarinnar gegn Rúanda í gær.

Tottenham sækir Liverpool heim í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn næsta en Liverpool er í harðri baráttu um enska úrvalsdeildartitilinn á meðan Tottenham er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Liverpool er í efsta sæti deildarinnar með 76 stig á meðan Tottenham er í þriðja sætinu með 61 stig.

Bæði Aurier og Dier hafa leikið stórt hlutverk með Tottenham á þessari leiktíð en fari svo að Aurier missi af leiknum við Liverpool vegna meiðsla þykir líklegast að Kieran Trippier taki stöðu hans í liðinu. Þá mun Victor Wanyama að öllum líkindum taka stöðu Dier í byrjunarliði, fari svo að Dier verði ekki orðinn leikfær á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert