United blandar sér í baráttuna um ungstirnið

Callum Hudson-Odoi.
Callum Hudson-Odoi. AFP

Manchester United hefur blandað sér í baráttuna um að fá ungstirnið Callum Hudson-Odoi frá Chelsea til liðs við.

Enskir fjölmiðlar greina frá þessu en Odoi, sem lék sinn fyrsta leik með enska landsliðinu í 5:0 sigri þess gegn Tékkum á föstudagskvöldið, er afar eftirsóttur.

Liverpool, Borussia Dortmund og Bayern München eru öll sögð vilja fá leikmanninn í sínar raðir og nú hefur United blandað sér í baráttuna.

Odoi, sem er 18 ára gamall, er samningsbundinn Chelsea til ársins 2020 en hann hefur ekki viljað framlengja samning sinn við Lundúnaliðið.

mbl.is