Ný treyja City fær skelfileg viðbrögð

Manchester City spilar í sérstakri treyju á laugardaginn.
Manchester City spilar í sérstakri treyju á laugardaginn. Ljósmynd/Manchester City

Manchester City mætir Fulham á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta næstkomandi laugardag. Félagið kynnti í dag sérstaka treyju sem liðið spilar í, einungis í þeim leik.

Treyjan er blanda úr vinsælustu treyjum félagsins síðustu ár og er útkoman afar slæm að mati flestra. Stuðningsmenn fengu að velja úr treyjum liðsins síðan það samdi við Nike árið 2013 og úr varð blanda úr níu treyjum. 

Hér að neðan má sjá þessa óvenjulegu niðurstöðu. Stuðningsmenn félagsins á Twitter virðast flestir sammála um að ágæti treyjunnar sé ekki mikið. 

mbl.is