Ole Gunnar ráðinn stjóri United

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

Manchester United greinir frá því á vef sínum að Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær hafi verið ráðinn knattspyrnustjóri félagsins til frambúðar og er samningur hans til þriggja ára.

Solskjær var ráðinn tímabundið stjóri United í desember eftir að José Mourinho var rekinn frá störfum og hefur Manchester-liðið unnið 14 af 17 leikjum sínum undir hans stjórn og er komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

„Frá fyrsta degi sem ég kom til félagsins þá hefur mér liðið eins og heima. Það var mikill heiður að vera leikmaður Manchester og hefja minn þjálfaraferil hjá félaginu. Síðustu mánuðir hafa verið frábær reynsla og ég vil þakka öllum þjálfurum, leikmönnum og starfsfólinu fyrir þá vinnu sem við höfum innt af hendi. Þetta er starf sem mig hefur alltaf dreymt um,“ segir Solskjær meðal annars á vef Manchester United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert