Er tilbúið að þrefalda launin

Ole Gunnar fagnar sigri sinna manna gegn West Ham í …
Ole Gunnar fagnar sigri sinna manna gegn West Ham í gær. AFP

Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Manchester United er á fullu þessa dagana að skipuleggja næsta tímabil og endurnýja í leikmannahópi sínum.

Enska blaðið The Mirror greinir frá því í dag að Solskjær hafi augastað á danska landsliðsmanninum Christian Eriksen sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Totteham.

Mirror segir að Manchester United sé reiðubúið að þrefalda laun Eriksens, sem hefur verið í lykilhlutverki með Tottenham undanfarin ár.

Eriksen er sagður fá 80 þúsund pund í vikulaun, sem jafngildir 12,5 milljónum króna en United er tilbúið að greiða honum 240 þúsund pund á viku, 37 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert