Heldur slakt gengi Arsenal á útivelli áfram?

Pierre-Emerick Aubameyang hefur skorað 17 mörk í deildinni á tímabilinu.
Pierre-Emerick Aubameyang hefur skorað 17 mörk í deildinni á tímabilinu. AFP

Með sigri gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld kemst Arsenal aftur í Meistaradeildarsæti.

Arsenal er í 6. sæti deildarinnar með 63 stig en með sigri í kvöld jafnar það Chelsea að stigum og kemst í fjórða sætið á hagstæðari markatölu. Watford er í 10. sæti deildarinnar með 46 stig en með sigri kemst liðið upp í 7. sæti, sem gætið gefið sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

Arsenal hefur gengið illa á útivelli og hefur aðeins unnið tvo af síðustu útileikjum sínum í öllum keppnum en Arsenal hefur þó tekist að vinna í síðustu fjórum leikjum sínum á Vicarage Road.

Watford hefur verið erfitt heim að sækja en liðið tapaði síðast í deildinni á heimavelli á öðrum degi jóla. Mánudagsleikir hafa ekki verið í neinu uppáhaldi hjá Watford en í 15 leikjum á mánudegi hefur liðið aðeins unnið tvo leiki.

mbl.is