Inter á höttunum eftir Gündogan

Ilkay Gundogan í leik með Manchester City.
Ilkay Gundogan í leik með Manchester City. AFP

Ítalska knattspyrnuliðið Inter er sagt vera á höttunum eftir þýska landsliðsmanninum Ilkay Gündogan sem leikur með Englandsmeisturum Manchester City.

Ítalska blaðið Tuttosport greinir frá þessu. Pep Guardiola, stjóri Manchester City, greindi frá því í síðustu viku að Gündogan hafi ekki viljað framlengja samning við við City en samningur hans við félagið rennur út á næsta ári.

Verðmiðinn á Þjóðverjanum er sagður vera um 26 milljónir punda en hann kom til Manchester City frá þýska liðinu Borussia Dortmund árið 2016.

mbl.is