Liverpool á „léttara prógramm“ en City

Leikmenn Liverpool fagna marki Mo Salah í gær.
Leikmenn Liverpool fagna marki Mo Salah í gær. AFP

Það stefnir í rosalegan slag Liverpool og Manchester City um Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en bæði liðin stóðust pressuna í gær og lönduðu sigri.

Liverpool vann góðan sigur á Chelsea 2:0 á Anfield og Manchester City hrósaði 3:1 útisigri gegn Crystal Palace. Liverpool er með 85 stig í efsta sæti og á fjóra leiki eftir en Manchester City fylgir fast á eftir með 82 stig og á fimm leiki eftir.

Þegar litið er á leikina sem liðin eiga eftir á Liverpool „léttara prógramm“ heldur en City sem á eftir að spila við Tottenham og Manchester United en Liverpool á eftir að spila við þrjú af liðum sem eru í neðri helmingi deildarinnar.

Leikirnir sem liðin eiga eftir eru:

Liverpool:

Cardiff (ú)

Huddersfield (h)

Newcastle (h)

Wolves (ú)

Manchester City:

Tottenham (h)

Manchester United (ú)

Burnley (ú)

Leicester (h)

Brighton (ú)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert