Sir Alex hefur meiri trú á Liverpool

Sir Alex Ferguson hefur meiri trú á Liverpool en Manchester ...
Sir Alex Ferguson hefur meiri trú á Liverpool en Manchester City. AFP

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur meiri trú á Liverpool en Manchester City í baráttu liðanna um Englandsmeistaratitilinn. 

Liverpool er sem stendur í toppsætinu í ensku úrvalsdeildinni með 85 stig og Manchester City í öðru sæti með tveimur stigum minna. Liverpool á fjóra leiki eftir, en Manchester City á fimm og verður City því meistari, vinni liðið sína leiki. 

Þrátt fyrir það hefur Sir Alex meiri trú á Liverpool. Phil Bardsley, fyrrverandi leikmaður Sir Alex hjá Manchester United, greindi frá þessu á BBC Radio 5 Live Football hlaðvarpinu. 

„Ég ræddi við Sir Alex og hann heldur að Liverpool komi til með að vinna þetta, þar sem City á eftir að mæta grönnunum í United. Hann býst við að City tapi stigum á Old Trafford," sagði Bardsley. 

mbl.is