Fljótur að vísa sögusögnum um Salah á bug

Mo Salah er ekki að fara frá Liverpool að sögn …
Mo Salah er ekki að fara frá Liverpool að sögn umboðsmannsins. AFP

Ramy Issa, umboðsmaður Mohammed Salah, leikmanns Liverpool, var fljótur að vísa sögusögnum um að skjólstæðingur sinn vildi yfirgefa Liverpool vegna rifrildis við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins á bug. 

Spænski miðilinn AS greindi frá því í dag að Salah og Klopp hafi rifist með þeim afleiðingum að Salah íhugaði opinber beðni um sölu frá félaginu. Salah hefur verið orðaður við Real Madríd síðustu mánuði. 

Ramy Issa kom með stutt en skýr skilaboð á Twitter rétt í þessu. Hann segir AS vera að tala með afturendanum sínum. 

mbl.is