Salah vill fara eftir rifrildi við Klopp

Mo Salah vill yfirgefa Liverpool að sögn AS.
Mo Salah vill yfirgefa Liverpool að sögn AS. AFP

Mohamed Salah vill yfirgefa Liverpool eftir rifrildi við knattspyrnustjórann Jürgen Klopp. Spænski miðilinn AS greinir frá þessu í dag. Að sögn AS íhugaði Salah að biðja opinberlega um sölu frá Liverpool, vegna ágreiningsins. 

Salah vill fara frá Liverpool í eftir tímabilið, en hefur verið orðaður við Real Madríd eftir magnað fyrsta tímabil í Bítlaborginni á síðustu leiktíð. Hann kaus hins vegar að vera áfram hjá Liverpool og hefur hann spilað vel á leiktíðinni.

Egyptinn skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Liverpool síðasta sumar, en Real er eitt fárra félaga sem hafa efni á að kaupa leikmanninn. Salah gæti orðið dýrasti knattspyrnumaður heims, verði af kaupunum. 

mbl.is