Hazard falur fyrir 85 milljónir punda?

Real Madrid hefur haft augastað á Eden Hazard í mörg ...
Real Madrid hefur haft augastað á Eden Hazard í mörg ár. AFP

Spænska knattspyrnufélagið Real Madrid ætlar sér að bjóð 85 milljónir punda í belgíska sóknarmanninn Eden Hazard í sumar en það eru spænskir fjölmiðlar sem greina frá þessu í dag. Hazard er samningsbundinn Chelsea á Englandi en samningur hans við enska liðið rennur út sumarið 2020.

Hazard getur því farið frítt frá félaginu, næsta sumar, en hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Chelsea og því gæti félagið freistast til þess að selja hann í sumar á meðan þeir fá eitthvað fyrir hann. Frakkinn Zinedine Zidane tók við stjórnartaumunum hjá Real Madrid á nýjan leik í mars í þessu árið.

Zidane hætti óvænt eftir síðasta tímabil en hann mun fá fjármagn til þess að styrkja leikmannahóp liðsins í sumar. Paul Pogba er einnig sagður vera á óskalista Zidane og þá hafa sóknarmenn Liverpool, þeir Sadio Mané og Mohamed Salah einnig verið orðaðir við Real Madrid, undanfarnar vikur.

mbl.is