Miðverðirnir klárir í slaginn

Joe Gomez kom inn á sem varamaður gegn Porto í …
Joe Gomez kom inn á sem varamaður gegn Porto í Meistaradeildinni í vikunni. AFP

Allir miðverðir enska knattspyrnufélagsins Liverpool eru heilir heilsu og klárir í slaginn en þetta staðfesti Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi í dag. Gomez er að koma til baka eftir ökklameiðsli sem hann varð fyrir gegn Burnley í desember á síðasta ári. 

Gomez kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í 4:1-sigri Liverpool á Porto í seinni leik liðanna í Portúgal í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni og er tilbúinn að byrja á sunnudaginn þegar Liverpool sækir Cardiff heim í ensku úrvalsdeildinni.

Þá er Dejan Lovren einnig heill heilsu en hann hefur verið að glíma við veikindi, undanfarnar daga. Þeir Virgil van Dijk og Joel Matip eru báðir heilir heilsu en þetta er í fyrsta sinn á leiktíðinni þar sem allir miðverðir liðsins eru heilir heilsu og Klopp getur því valið úr varnarmönnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Cardiff.

mbl.is