Væri til í að vera í undanúrslitunum

Pep Guardiola átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum á …
Pep Guardiola átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum á miðvikudaginn gegn Tottenham. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var mættur á blaðamannafund í morgun fyrir leik liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. City féll úr leik gegn Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á dramatískan hátt í vikunni og Guardiola viðurkenndi að það hafi verið erfitt fyrir leikmenn City að sætta sig við tapið.

„Ég væri til í að vera í undanúrslitum Meistaradeildarinnar,“ sagði Guardiola þegar hann var spurður að því hvort það væri ákveðin pressa farin af liðinu þar sem möguleikinn á því að vinna fernuna á þessu tímabili sé úr sögunni. „Ef þið haldið að leikmennirnir hafi ekki þjáðst eftir að hafa fallið úr leik þá hafið þið rangt fyrir ykkur.“

„Ég vil ekki að leikmennirnir gleyma miðvikudeginum. Ég vil að þeir muni eftir þessum degi, alltaf, því hann sýnir og kennir okkur það að við erum öll mannleg. Við upplifðum ákveðna sorg á miðvikudaginn ásamt 65.000 stuðningsmönnum okkar á vellinum. Leikmennirnir voru frábærir í leiknum og þótt við höfum fallið úr leik er ég gríðarlega stoltur af þeim öllum. Við spiluðum frábærlega í leiknum og leikurinn á sunnudaginn gegn Tottenham verður alveg jafn erfiður,“ bætti stjórinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert