Verður Gylfi með gegn United?

Marco Silva knattspyrnustjóri Everton og Gylfi Þór.
Marco Silva knattspyrnustjóri Everton og Gylfi Þór. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton taka á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á páskadag og vonast Marco Silva, stjóri Everton, að Gylfi verði klár í slaginn.

Silva greindi frá því í samtali við enska blaðið Liverpool Echo í dag að Gylfi hafi meiðst lítillega á æfingu í vikunni.

„Gylfi meiddist lítillega í vikunni en hann æfði með liðinu í dag. Hann verður vonandi tilbúinn að spila en við sjáum til hvernig hann bregst við á næstu æfingum,“ sagði Silva.

Gylfi hefur reynst Manchester United erfiður í gegnum árin bæði með Swansea og Everton. Hann hefur komið að sjö mörkum gegn United, skorað fjögur mörk og hefur lagt upp þrjú. Gylfi skoraði mark Everton úr vítaspyrnu í fyrri leiknum á Old Trafford á tímabilinu þegar Manchester United hafði betur 2:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert