Foden hetja City gegn Tottenham

Leikmenn City fagna sigurmarki Phil Foden á Etihad-vellinum í dag.
Leikmenn City fagna sigurmarki Phil Foden á Etihad-vellinum í dag. AFP

Manchester City endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið vann 1:0-sigur gegn Tottenham á Etihad vellinum í Manchester í dag.

Phil Foden reyndist hetja City í leiknum en hann skoraði sigurmarkið á 5. mínútu.

Heung-Min Son fékk frábært færi til þess að koma Tottenham yfir strax á annarri mínútu þegar hann fór illa með Phil Jones en Ederson varði skot hans. Það var svo Phil Foden sem kom City yfir, þremur mínútum síðar eftir að Sergio Agüero skallaði boltann þvert fyrir markið á Foden sem þurfti bara að stýra knettinum í netið.

Son fékk nokkur góð færi eftir skyndisóknir í fyrri hálfleik til þess að jafna metin en Ederson varði alltaf vel frá honum og staðan 1:0 í hálfleik. Tottenham-menn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og átti fínan spilkafla, fyrstu tíu mínúturnar, en eftir það tók City öll völd á vellinum. Raheem Sterling fékk upplagt tækifæri til þess að gera út um leikinn á 71. mínútu en Paulo Gazzaniga varði frábærlega í marki Tottenham.

Lucas Moura komst í gott færi, tveimur mínútum síðar þegar hann slapp í gegn en Ederson varði vel frá honum. City menn stjórnaðu leiknum eftir þetta og Tottenham tókst ekki að ógna marki City-manna af neinu ráði. City er í efsta sæti deildarinnar með 86 stig og hefur eins stigs forskot á Liverpool. Tottenham er í þriðja sætinu með 67 stig og hefur eins stigs forskot á Arsenal sem á leik til góða.

Man. City 1:0 Tottenham opna loka
90. mín. Jan Vertonghen (Tottenham) fær gult spjald
mbl.is