Hefðum tapað titlinum með ósigri

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var að vonum sáttur með ...
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var að vonum sáttur með sigur sinna manna gegn Tottenham í dag. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var að vonum sáttur eftir 1:0-sigur sinna manna gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Phil Foden skoraði eina mark leiksins á 5. mínútu en City-menn voru sterkari aðilinn í leiknum.

„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur og mikilvægt fyrir okkur að komast aftur í efsta sæti deildarinnar. Við vitum að við megum alls ekki við því að tapa stigum á þessum tímapunkti. Þeir fengu fleiri færi í dag en í síðustu tveimur leikjum í Meistaradeildinni,“ sagði Guardiola í samtali við Sky Sports.

„Menn voru niðurlútir eftir að hafa fallið úr Meistaradeildinni á miðvikudaginn en við svöruðum fyrir okkur í dag. Leikmennirnir gáfu allt í þetta og við vildum þetta meira í dag. Við höfum gert þetta núna í 24 mánuði. Við enduðum með 100 stig á síðustu leiktíð og erum með 86 stig núna.“

„Við erum í úrslitum ensku bikarkeppninnar og leikmennirnir þurfa ekki að sanna neitt lengur fyrir mér, ég veit hvað þeir vilja og sé hvað þeir geta. Tottenham tapaði engu í dag en ef við höfðum tapað þá úrvalsdeildartitilinum,“ sagði Guardiola.

mbl.is