Þrír frá City tilnefndir

Sadio Mané og Virgil van Dijk eru tilnefndir sem leikmenn ...
Sadio Mané og Virgil van Dijk eru tilnefndir sem leikmenn ársins á Englandi á þessari leiktíð. AFP

PFA, samtök enskra atvinnuknattspyrnumanna, tilkynntu í dag hvaða sex knattspyrnumenn eru tilnefndir sem leikmenn ársins á Englandi en það eru leikmenn deildarinnar sem standa að kjörinu.

Af þeim sex sem eru tilnefndir leika þrír þeirra með Manchester City en þeir eru Sergio Agüero, Raheem Sterling og Bernardo Silva.

Tveir koma frá Liverpool sem er sem stendur í efsta sæti deildarinnar, þeir Virgil van Dijk og Sadio Mané. Þá er Eden Hazard, sóknarmaður Chelsea einnig tilnefndur en hann hefur verið lang besti leikmaður Chelsea á leiktíðinni.

Þá eru sex leikmenn einnig tilnefndir sem besti ungi leikmaðurinn á tímabilinu. Raheem Sterling og Bernardo Silva eru einnig tilnefndir sem bestu ungu leikmennirnir, og þá eru Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool einnig tilnefndur.

Hinir þrír eru Marcus Rashford, Manchester United, Declan Rice, West Ham, og David Brooks, Bournemouth.

mbl.is