Verður annar magnaður leikur?

Sergio Agüero í baráttu við Victor Wanyama og Jan Vertonghen.
Sergio Agüero í baráttu við Victor Wanyama og Jan Vertonghen. AFP

Sex leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og ber þar hæst viðureign Manchester City og Tottenham.

City tekur á móti Tottenham en liðin áttust við í mögnuðum leik á Ethiad-vellinum á miðvikudagskvöldið í Meistaradeildinni þar sem Manchester City hafði betur 4:3 en Tottenham komst áfram í undanúrslitin með því að skora fleiri mörk á útivelli.

Með sigri kemst City á topp deildarinnar, stigi á undan Liverpool sem sækir Cardiff heim á morgun. Tottenham er í þriðja sætinu og má ekki við því að tapa stigum í baráttu um Meistaradeildarsætið.

Leikir dagsins:

11.30 Manchester City - Tottenham
14.00 Bournemouth - Fulham
14.00 Huddersfield - Watford
14.00 West Ham - Leicester
14.00 Wolves - Brighton
16.30 Newcastle - Southampton

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert