Dýfa upp á 9,9 hjá Salah

Mo Salah fær víti í dag.
Mo Salah fær víti í dag. AFP

Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, var allt annað en sáttur við Mo Salah eftir 0:2-tap fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liverpool skoraði seinna markið sitt úr vítaspyrnu eftir að Salah féll niður innan teigs. 

„Morrison átti að fá víti fyrr í leiknum og svo fengu þeir víti sem þeir áttu ekki að fá. Þetta var dýfa upp á 9,9," sagði Warnock um atvikið. James Milner tók vítið og skoraði af öryggi og gulltryggði sigur Liverpool og toppsætið. 

„Dómarar verða að staðsetja sig betur. Þetta var góður varnarleikur og honum var refsað. Við spiluðum vel, svo þetta er pirrandi, bætti hann við. Cardiff er í 18. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá öruggu sæti þegar liðið á aðeins þrjá leiki eftir. 

mbl.is