Everton niðurlægði Manchester United

Theo Walcott fagnar fjórða marki Everton á Goodison Park í …
Theo Walcott fagnar fjórða marki Everton á Goodison Park í dag. AFP

Everton vann stórsigur á Manchester United, 4:0, á Goodison Park í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Gylfi Þór Sigurðsson lék stórt hlutverk í liði heimamanna sem unnu afar verðskuldaðan sigur.

Heimamenn voru mikið grimmari frá fyrstu mínútu, pressuðu stíft og uppskáru snemma fyrsta markið. Það skoraði Richarlison af stuttu færi eftir að Dominic Calvert-Lewin skallaði boltann til hans eftir langt innkast frá Lucas Digne.

Á 28. mínútu var forystan tvöfölduð er Gylfi Þór Sigurðsson skoraði laglegt mark utan teigs eftir skyndisókn Everton en þetta var fimmta mark hans á ferlinum gegn United. Heimamenn voru svo áfram sterkari eftir hálfleik, Lucas Digne bætti við marki á 56. mínútu með viðstöðulausu skoti utan teigs áður en Gylfi lagði upp fjórða markið á 64. mínútu á Theo Walcott sem slapp einn í gegnum vörn United og lagði smiðshöggið á stórsigurinn með laglegu skoti framhjá David de Gea í markinu.

Everton er þar með komið upp í 7. sætið sem gæti gefið sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en liðið hefur nú 39 stig. United er enn í 6. sæti með 64 stig og á í hættu á að dragast aftur úr í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni.

Gylfi fagnar marki sínu á Goodison Park í dag með …
Gylfi fagnar marki sínu á Goodison Park í dag með liðsfélögunum. AFP
Everton 4:0 Man. Utd opna loka
90. mín. Fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert