Stal verðlaununum hans Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson átti afar góðan leik með Everton í 4:0-stórsigrinum á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gylfi skoraði eitt og lagði upp annað mark og var að lokum valinn maður leiksins af sjónvarpsstöðinni Sky Sports. 

Var Gylfi verðlaunaður fyrir leik sinn, en liðsfélagi hann Idrissa Gueye, gerði sér lítið fyrir og stal verðlaunum Gylfa. Hann greindi svo stoltur frá gjörningi sínum á Twitter eftir leik. 

„Ef Gylfi er að leita af verðlaununum sínum fyrir að vera maður leiksins, þá má einhver segja honum að ég stal þeim. Góð frammistaða hjá öllu liðinu í dag!" skrifaði Gueye á Twitter. 

Eins og má sjá á myndskeiðinu hér að neðan var þetta allt gert í góðu gríni. 

mbl.is