Gylfi Þór í úrvalsliðinu

Gylfi Þór fagnar marki sínu gegn Manchester United í gær.
Gylfi Þór fagnar marki sínu gegn Manchester United í gær. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er í úrvalsliði umferðarinnar hjá BBC og Sky Sports í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir frábæra frammistöðu með Everton í 4:0 sigrinum gegn Manchester United á Goodison Park í gær.

Gylfi Þór var valinn maður leiksins hjá BBC og Sky Sports en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað.

Lið umferðarinnar hjá BBC lítur þannig út:

Markvörður: Edison (Manchester City).

Varnarmenn: Seamus Coleman (Everton), Joel Matip (Liverpool), Virgil Van Dijk (Liverpool).

Miðjumenn: Bernardo Silva (Manchester City), Gylfi Þór Sigurðsson (Everton), Georginio Wijnaldum (Liverpool), Phil Foden (Manchester City).

Sóknarmenn: Gerard Deulofeu (Watford), Ayoze Perez (Newcastle), Wilfried Zaha (Crystal Palace).

Lið umferðarinnar hjá Sky Sports lítur þannig út:

Markvörður: Sergio Rico (Fulham).

Varnarmenn: Aaron Wan-Bissaka (Crystal Palace), Aymeric Laporte (Manchester City), Michael Keane (Everton), Lucas Digne (Everton).

Miðjumenn: Georginio Wijnaldum (Liverpool), Bernardo Silva (Manchester City), Gylfi Þór Sigurðsson (Everton).

Sóknarmenn: Gerard Deulofeu (Watford), Ayoze Perez (Newcastle), Wilfried Zaha (Crystal Palace).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert