Hjartnæm kveðja frá De Gea

David de Gea.
David de Gea. AFP

David de Gea markvörður Manchester United sendir hjartnæma kveðju til stuðningsmanna félagsins eftir hroðalega útreið liðsins gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

De Gea þurfti að sækja boltann fjórum sinnum úr neti sínu á Goodison Park í gær og margir kenna Spánverjanum um markið sem Gylfi Þór Sigurðsson þegar hann kom Everton í 2:0 með skoti utan vítateigs.

„Það er erfitt að koma orðum að því hvernig mér líður. Sem fyrirliði þá vil ég segja að frammistaða liðsins var ekki á þeim staðli sem reiknað er með þegar þú klæðist þessari treyju. Við vitum að við verðum að bæta okkur en orð hafa litla þýðingu. Við þurfum að gefa allt sem við eigum fyrir þetta félag. Takk fyrir ykkar ótrúlega stuðning,“ skrifar De Gea á twitter-síðu sína en bar fyrirliðabandið í leiknum á móti Everton í gær.

Manchester United verður næst í eldlínunni á miðvikudagskvöldið þegar liðið fær granna sína í Manchester City í heimsókn.

mbl.is