Norwich náði ekki að tryggja úrvalsdeildarsætið

Norwich náði ekki að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni …
Norwich náði ekki að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ljósmynd/@NorwichCityFC

Norwich náði ekki að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið varð að láta sér lynda jafntefli gegn Stoke í 44. umferð deildarinnar.

Norwich er í toppsæti deildarinnar með 88 stig, Sheffield United er með 85 stig í öðru sæti en liðin vann 3:0 útisigur á móti Hull í dag. Leeds United er í þriðja sæti deildarinnar með 82 stig en liðið sækir Brentford heim síðar í dag.

Aston Villa er á miklu skriði og liðið setti nýtt félagsmet með því að vinna sinn 10. sigur í röð. Villa hafði betur á móti Milwall 1:0 og er í 5. sæti deildarinnar og er á leið í umspil um eitt laust sæti í deildinni. Birkir Bjarnason var ónotaður varamaður hjá Aston Villa.

Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Reading sem gerði markalaust jafntefli við WBA. Reading er í 20. sæti, sex stigum frá fallsæti.

mbl.is