Zaha ekki á förum frá Crystal Palace

Wilfried Zaha átti frábæran leik fyrir Crystal Palace gegn Arsenal …
Wilfried Zaha átti frábæran leik fyrir Crystal Palace gegn Arsenal í gær. AFP

Wilfried Zaha er ekki á förum frá enska knattspyrnufélaginu Crystal Palace en þetta staðfesti Roy Hodgson, knattspyrnustjóri liðsins á blaðamannafundi í gær. Zaha var á skotskónum í 3:2-sigri Palace gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann hefur verið besti leikmaður liðsins, undanfarin ár.

„Þegar allt kemur til alls er Wilfried Zaha leikmaður Crystal Palace og hann er mjög ánægðu hérna í herbúðum félagsins. Ef þú horfir á frammistöðu hans gegn Arsenal og frammistöðu hans á tímabilinu þá er þetta ekki leikmaður sem er að hugsa um eitthvað annað en Crystal Palace, hann er ekki að reyna komast burt frá félaginu,“ sagði Hodgson.

Zaha hefur verið orðaður við lið á borð við Tottenaham að undanförnu en hann hefur skorað 9 mörk og lagt upp önnur þrjú í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Leikmaðurinn hefur sjálfur gefið það út að hann vilji spila í Meistaradeild Evrópu á komandi árum en samningur hans við Palace rennur út sumarið 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert