Babel yfirgefur Fulham

Ryan Babel.
Ryan Babel. AFP

Hollenski landsliðsmaðurinn Ryan Babel hefur ákveðið að yfirgefa Fulham eftir leiktíðina en Lundúnaliðið mun spila í ensku B-deildinni á næstu leiktíð.

Babel, sem er 32 ára gamall, gekk í raðir Fulham í janúar og sneri aftur í ensku úrvalsdeildina eftir átta ára hlé en Hollendingurinn lék með Liverpool frá 2007-11.

Babel hefur sýnt flotta takta með Fulham frá því hann kom til liðsins en honum tókst þó ekki einum og sér að halda liðinu í úrvalsdeildinni. Babel vonast eftir að geta haldið áfram að spila í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili og verða með hollenska landsliðinu í úrslitakeppni EM á næsta ári.

„Ég hef notið þess að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni og ég þarf að spila áfram í efstu deild á næstu leiktíð til að spila á EM ef við komust þangað. Ég held að ég eigi tvö til þrjú góð ár eftir og vonandi fæ ég tækifæri til að spila áfram í ensku úrvalsdeildinni. Það yrði frábært og er minn fyrsti kostur,“ sagði Babel við fréttamenn.

Babel hefur komið við sögu í 13 leikjum með Fulham í úrvalsdeildinni og hefur í þeim skorað 4 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert