Bale á leiðinni á Old Trafford?

Gareth Bale.
Gareth Bale. AFP

Velski knattspyrnumaðurinn Gareth Bale er á leiðinni til Manchester United frá Real Madrid á eins árs lánssamningi, ef marka má frétt spænska íþróttadagblaðsins Marca í dag.

Marca segir að Manchester United þurfi að greiða fimm milljónir punda til að fá Bale lánaðan í eitt ár og það sé of gott tilboð fyrir enska félagið til að því verði hafnað. Þá hafi Ed Woodvard, framkvæmdastjóri United, lengi verið með Bale í sigtinu fyrir félagið.

Bale hefur leikið með Real Madrid frá árinu 2013, þegar félagið keypti hann af Tottenham en hann hefur átt erfitt uppdráttar í spænsku höfuðborginni undanfarin misseri.

mbl.is