Reiknum með því besta frá United

Pep Guardiola
Pep Guardiola AFP

Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City segist undirbúa sína menn undir mjög erfiðan leik gegn grönnunum í Manchester United en liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Old Trafford annað kvöld.

„Ég reikna með sterku liði United á morgun. Það hefur stolt. Fótboltamenn hafa alltaf stolt til að gera sitt besta og á morgun mun það gerast. Svo við undirbúum okkur fyrir leikinn eins og alltaf með styrkleika og veikleika til hliðsjónar og reynum að vinna leikinn,“ sagði Guardiola við fréttamenn í dag.

„Spurður hvort hann hafi áhyggjur af viðbrögðum Manchester United eftir 4:0 tapið gegn Everton sagði Guardiola;

„Já svolítið en þetta er grannslagur og í öll skipti sem við spilum við United þá eru þetta alltaf sérstakir leikir þar sem leikmenn reyna að gera sitt besta fyrir stuðningsmennina og félagið. Ég sá leik United á móti Everton og ég hugsaði hvað mun gerast á móti okkur. En leikurinn við Everton er búinn.“

Með sigri kemst Manchester City í toppsæti deildarinnar en United þar svo sannarlega einnig á stigum að halda í baráttu liðsins um sæti í Meistaradeild Evrópu.

 

mbl.is