Stjarna Gylfa Þórs skein skært

Gylfi fagnar marki sínu gegn Manchester United.
Gylfi fagnar marki sínu gegn Manchester United. AFP

Stjarna Gylfa Þórs Sigurðssonar skein skært á páskadag þegar Everton burstaði Manchester United 4:0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Líkt og venjulega gerði Gylfi United-liðinu lífið leitt, en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað.

Gylfi hefur þar með komið að níu mörkum á móti Manchester-liðinu á ferli sínum, hefur skorað 5 mörk og lagt upp 4. Þetta var 13. mark Gylfa í deildinni á tímabilinu og fékk hann mikið lof fyrir leik sinn. Gylfi var valinn maður leiksins hjá BBC og Sky Sports og var í liði umferðarinnar hjá báðum miðlum.

Gylfi hefur þar með skorað 21 mark í 65 leikjum með Everton í öllum keppnum frá því hann gekk í raðir félagsins í ágúst 2017, þar af 17 í deildinni. Mörkin í ensku úrvalsdeildinni hjá honum er nú orðin 59 talsins í 244 leikjum og stoðsendingarnir 41.

Everton er í 7. sæti deildarinnar og á þrjá leiki eftir, gegn Crystal Palace á útivelli, Burnley á heimavelli og Tottenham á útivelli.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »