Einkunnir í Manchester-slagnum

Sergio Agüero sækir að vörn Manchester United.
Sergio Agüero sækir að vörn Manchester United. AFP

Sky Sports útnefndi David Silva mann leiksins í viðureign Manchester United og Manchester City sem áttust við í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þar sem City hafði betur 2:0.

Silva fékk 8 í einkunn eins Bernardo Silva og Edison markvörður. Chris Smalling, Paul Pogba og Ashley Young fengu hæstu einkunn United eða 6.

Einkunnir leikmanna:

Man Utd: De Gea (4), Young (6), Darmian (5), Smalling (6), Lindelof (6), Shaw (5), Pereira (5), Fred (4), Pogba (6), Lingard (4), Rashford (5).

Man City: Ederson (8), Walker (6), Kompany (5), Laporte (7), Zinchenko (7), Gundogan (6), Fernandinho (7), David Silva (8), Bernardo Silva (8), Sterling (7), Agüero (7).

mbl.is