Líkleg byrjunarlið á Old Trafford

Manchester United og Manchester City eigast við í kvöld.
Manchester United og Manchester City eigast við í kvöld. AFP

Manchester City hefur átt góðu gengi að fagna á Old Trafford síðustu árin en United og City mætast í afar þýðingarmiklum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

City hefur unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum gegn United á Old Trafford og gengi liðanna hefur verið ólíkt síðustu vikurnar. Á meðan Manchester City hefur unnið tíu leiki í röð í deildinni hefur United tapað sex af síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum.

Með sigri kemst Manchester City á topp deildarinnar, stigi á undan Liverpool, en fari United með sigur af hólmi kemst það upp að hlið Chelsea sem er í fjórða sæti deildarinnar.

Líkleg byrjunarlið:

Man.Utd: De Gea, Young, Lindelöf, Smalling, Shaw, Herrera, McTominay, Pogba, Lingard, Lukaku, Rashford.

Man.City: Ederson, Walker, Stones, Laporte, Mendy, Fernandinho, D.Silva, B.Silva, Sterling, Agüero, Sané.

mbl.is