Manchester City á toppinn

Leroy Sane fagnar marki sínu í kvöld.
Leroy Sane fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Manchester City sigraði Manchester United 2:0 á Old Trafford í þýðingarmiklum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Manchester í kvöld. 

Manchester City er með 89 stig á toppnum og komst upp fyrir Liverpool sem er með 88 stig þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni.

Manchester United er með 64 stig í sjötta sæti. Tottenham er í ágætum málum með 70 stig í 3. sæti. Chelsea er í 4. sæti með 67 stig og Arsenal með 66 stig en liðið tapaði í kvöld fyrir Úlfunum 3:1. 

Næstu leikir hjá toppliðunum er heimaleikur Liverpool gegn Huddersfield á föstudagskvöldið en City heimsækir Burnley á sunnudaginn. 

Markalaust var að loknum fyrri hálfleik á Old Trafford í kvöld en þeir Bernardo Silva og Leroy Sané skoruðu mörk meistaranna á 54. og 66. mínútu. 

Manchester United tekur á móti Chelsea á sunnudaginn og þá heimsækir Arsenal lið Leicester City en United og Arsenal hafa bæði tapað síðustu tveimur leikjum. 

Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola á hliðarlínunni í kvöld.
Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola á hliðarlínunni í kvöld. AFP
Man. Utd 0:2 Man. City opna loka
90. mín. Fjórum mínútum bætt við. Áhorfendur bíða ekki eftir því. Mörg auð sæti á Old Trafford núna.
mbl.is