City Englandsmeistari annað árið í röð

Leikmenn City fagna fjórða marki Ilkay Gündogan á Amex-vellinum í …
Leikmenn City fagna fjórða marki Ilkay Gündogan á Amex-vellinum í dag. AFP

Manchester City er enskur meistari í fótbolta annað árið í röð eftir sannfærandi 4:1-sigur á Brighton á útivelli í lokaumferðinni í dag. City endar með 98 stig, einu stigi meira en Liverpool. 

Það blés ekki byrlega í upphafi fyrir City-menn því Glenn Murray skoraði eftir hornspyrnu á 27. mínútu og kom Brighton yfir.

Sergio Agüero jafnaði hins vegar metin nokkrum sekúndum síðar og á 38. mínútu kom Aymeric Laporte City í 2:1 og þannig var staðan í hálfleik. 

Riyad Mahrez bætti við þriðja marki City á 63. mínútu og níu mínútum síðar gulltryggði Ilkay Gundogan 4:1-sigur City og þeirra annan Englandsmeistaratitil í röð og þann sjötta alls. Manchester City vann 14 síðustu leiki sína í deildinni

Brighton 1:4 Man. City opna loka
90. mín. Leik lokið Manchester City er Englandsmeistari, annað árið í röð!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert