Sigur Liverpool dugði ekki til

Sadio Mané skoraði bæði mörk Liverpool gegn Wolves í dag.
Sadio Mané skoraði bæði mörk Liverpool gegn Wolves í dag. AFP

Liverpool þurfti að gera sér það að góða að sætta sig við annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, þrátt fyrir 2:0-sigur gegn Wolves í lokaumferð deildarinnar, á Anfield í dag.

Leikmenn Liverpool byrjuðu leikinn af miklum krafti og það var Sadio Mané sem kom Liverpool yfir strax á 17. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Trent Alexander-Arnold frá hægri. Leikmenn Wolves hresstust aðeins við markið og fengu nokkur fín færi til þess að jafna leikinn en Matt Doherty átti meðal annars skot í þverslá á 43. Mínútu.

Leikmenn Wolves mættu ákveðnari til leiks í seinni hálfleikinn en þeim gekk illa að hitta á markið og Liverpool slapp með skrekkinn. Diogo Jota fékk besta færi seinni hálfleiks þegar hann slapp einn í gegn en Alisson í marki Liverpool varði frábærlega frá honum. Sadio Mané innsiglaði sigur Liverpool með fallegu skallamarki á 81. mínútu eftir laglega fyrirgjöf Alexander-Arnold og Liverpool fagnaði sigri.

Manchester City vann 4:1-sigur á Brighton á Amex-vellinum á sama tíma og því endar Liverpool með 97 stig í öðru sæti deildarinnar á meðan City er Englandsmeistari með 98 stig.

Liverpool 2:0 Wolves opna loka
90. mín. Uppbótartíminn er að minnsta kosti tvær mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert