Dómarinn trylltist í stúkunni

Mike Dean veifar gulu spjaldi.
Mike Dean veifar gulu spjaldi. AFP

Mike Dean, einn skrautlegasti knattspyrnudómari Englands, var áberandi í stúkunni er Tranmere Rovers heimsótti Forest Green Rovers í umspili um sæti í ensku C-deildinni í fótbolta í gær. 

Lokatölur urðu 1:1-jafntefli, sem þýðir að Tranmere tryggði sér sæti í úrslitum á Wembley, eftir 1:0-sigur í fyrri leiknum. 

Eins og aðrir stuðningsmenn Tranmere, fagnaði Dean þegar flautað var til leiksloka. Dean var áberandi í stúkunni eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. 

Dean gaf sitt hundraðasta rauða spjald í ensku úrvalsdeildinni á dögunum og eru skiptar skoðanir um ágæti hans sem dómara. 

mbl.is