Allir voru búnir að afskrifa okkur

Jack Marriott var hetja Derby í kvöld.
Jack Marriott var hetja Derby í kvöld. AFP

Jack Marriott var hetja Derby þegar liðið vann 4:2 útisigur gegn Leeds á Elland Road í seinni leik liðanna í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Derby vann einvígið 4:3 og mætir Aston Villa í úrslitaleik á Wembley þann 27. þessa mánaðar. Með sigrinum í kvöld braut Derby blað í sögu umspilsins en þetta er í fyrsta sinn sem liði tekst að komast í úrslitin eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli.

„Þetta er erfiður völlur heim að sækja en okkur tókst að vinna. Það voru allir búnir að afskrifa okkur en við sýndum mikla löngum til að fara áfram. Þvílíkur leikur að fá að taka þátt í og þið sjáið hvað þessi úrslit hafa mikla þýðingu fyrir stuðningsmennina. Nú erum við komnir á Wembley. Við erum með gott sjálfstraust og við förum í úrslitaleikinn eins og við mættum í þennan leik,“ sagði Marriott sem skoraði fyrsta og síðasta mark sinna manna eftir að hafa komið inná sem varamaður undir lok fyrri hálfleiks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert