Ranieri orðaður við Celtic

Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri. AFP

Ítalinn Claudio Ranieri er nú orðaður við þjálfarastöðuna hjá skoska meistaraliðinu Celtic en Ranieri lætur af störfum sem þjálfari ítalska liðsins Roma eftir tímabilið.

Neil Lennon var ráðinn til að stýra Celtic út leiktíðina eftir að Brendan Rodgers yfirgaf liðið fyrr á þessu ári og tók við stjórastarfinu hjá Leicester City, liðinu sem Ranieri gerði óvænt að Englandsmeisturum fyrir þremur árum.

Ekki er víst að Lennon verði ráðinn til frambúðar en auk Ranieri hafa Frakkinn Laurent Blanc og Króatinn Slaven Bilic verið orðaðir við þjálfarastarfið hjá Celtic.

mbl.is