Missir Loftus-Cheek af úrslitaleiknum?

Ruben Loftus-Cheek í leik gegn Frankfurt í undanúrslitum.
Ruben Loftus-Cheek í leik gegn Frankfurt í undanúrslitum. AFP

Ruben Loftus-Cheek, leikmaður Chelsea, er meiddur eftir þátttöku í góðgerðarleik og á því á hættu að missa af úrslitaleiknum í Evrópudeildinni gegn Arsenal. 

Leikurinn fór fram í Bandaríkjunum og samkvæmt BBC er um ökklameiðsli að ræða. Fór Loftus-Cheek af velli í fyrri hálfleik en Chelsea spilaði við New England. 

Úrslitaleikurinn er 29. maí í Baku og útlitið virðist ekki vera gott hjá Loftus-Cheek sem skoraði gegn Frankfurt í undanúrslitunum. Ekki hefur þó verið tilkynnt um hvers eðlis meiðslin eru. 

mbl.is