Fulham framlengdi við Jón Dag

Jón Dagur Þorsteinsson er nú samningsbundinn Fulham til 2020.
Jón Dagur Þorsteinsson er nú samningsbundinn Fulham til 2020. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Enska knattspyrnufélagið Fulham tilkynnti í dag ákvörðun um að félagið hafi virkjað klásúlu í samningi Jón Dags Þorsteinssonar. Samningur Jóns Dags við Fulham var að renna út, en hann er nú samningsbundinn til 2020. 

Jón Dagur hefur ekki leikið með aðalliði Fulham til þessa og er hann sem stendur að láni hjá danska úrvalsdeildarliðinu Vendsyssel. Jón er tvítugur sóknarmaður og uppalinn HK-ingur. 

Hann stóð sig vel með unglinga- og varaliðum Fulham, áður en hann fór til Vendsyssel, þar sem hann hefur skorað þrjú mörk í átján leikjum. Jón Dagur hefur leikið þrjá A-landsleiki og skoraði í þeim eitt mark.  

Í tilkynningu Fulham kemur einnig fram að gömlu Liverpool-mennirnir Ryan Babel og Lazar Markovic munu yfirgefa félagið, þar sem samningar þeirra eru að renna út. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert