Birkir fær bara að fylgjast með liðinu í baráttunni

Birkir Bjarnason reiknar með að geta komið í góðu formi …
Birkir Bjarnason reiknar með að geta komið í góðu formi í landsleikina í júní þar sem Aston Villa æfir til mánaðamóta vegna umspilsins. AFP

Birkir Bjarnason hefur síðustu mánuði sáralítinn þátt fengið að taka í upprisu hins sögufræga félags Aston Villa, sem gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í fótbolta með sigri á Derby á Wembley þann 27. maí.

Birkir, sem á 31 árs afmæli sama dag, hefur verið hjá Villa í tvö og hálft ár en í allra síðustu leikjum er svo komið að hann hefur ekki fengið sæti í 18 manna leikmannahópi liðsins.

„Ég hef voðalega lítið spilað síðan í janúar og þannig er bara staðan. Ég á náttúrulega eitt ár eftir af samningum við félagið en meira get ég í raun ekki sagt. Ég er voðalega rólegur yfir þessu og svo sjáum við til hvað gerist í sumar. Ég geri bara mitt besta á æfingum og þegar ég fæ tækifæri,“ segir Birkir við Morgunblaðið. En hefur það áhrif á hans stöðu hvort Villa kemst upp í úrvalsdeildina eða ekki?

Því svarar hann á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert