Gætu selt leikmenn fyrir 100 milljónir punda

Adam Lallana gæti yfirgefið Liverpool í sumar en hann hefur …
Adam Lallana gæti yfirgefið Liverpool í sumar en hann hefur verið orðaður við sitt fyrrverandi félag Southampton. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ætlar að hreinsa duglega til í leikmannahópi sínum í sumar. Enskir fjölmiðla greina frá því að Liverpool gæti selt leikmenn fyrir 100 milljónir punda. Klopp ætlar sér að nota þann pening til þess að styrkja hópinn ennþá frekar fyrir átökin á næstu leiktíð.

Liverpool hefur átt mjög gott tímabil en liðið endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 97 stig, einu stigi minna en Manchester City, sem lyfti Englandsmeistaratitlinum annað árið í röð um síðustu helgi. Þá er Liverpool komið í úrslit Meistaradeildarinnar, annað árið í röð, eftir ótrúlega endurkomu gegn Barcelona í undanúrslitum keppninnar.

Marko Grujic, Harry Wilson, Nathaniel Clyne, Simon Mignolet og Adam Lallana eru allt leikmenn sem munu að öllum líkindum yfirgefa félagið í sumar fyrir háar upphæðir. Daniel Sturridge og Albreto Moreno munu yfirgefa félagið á frjálsri sölu og þá munu leikmenn úr akademíu félagsins einnig verða seldir.

Klopp hefur sjálfur gefið það út að hann ætli sér ekki að versla mikið í sumar en leikmenn eins og Matthijs de Ligt, fyrirliði Ajax, og Julian Brandt, sóknarmaður Bayer Leverkusen hafa báðir verið orðaðir við félagið að undanförnu líkt og Isco, sóknarmaður Real Madrid. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert