Miklar hreinsanir hjá Everton

Marco Silva og Gylfi Þór Sigurðsson fara yfir málin.
Marco Silva og Gylfi Þór Sigurðsson fara yfir málin. AFP

Miklar hreinsanir eru fram undan á leikmannahópi enska úrvalsdeildarliðsins Everton sem Gylfi Þór Sigurðsson leikur með.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Everton ætli að losa sig vil allt af 15 leikmenn í sumar. Ademola Lookman er einn þeirra sem Everton hyggst losa sig við og vill fá 20 milljónir punda fyrir hann.

Aðrir leikmenn sem eru væntanlega á förum frá Everton eru til að mynda: Cenk Tosun, Oumar Niasse, Jonjoe Kenny, Leighton Baines, James McCarthy, Yannick Bolasie, Sandro Ramirez, Kevin Mirallas, Muhamed Besic og Maarten Stekelenburg

mbl.is