Við erum besta lið í heimi

Vincent Kompany tók við bikarnum eftir sigurinn á Watford.
Vincent Kompany tók við bikarnum eftir sigurinn á Watford. AFP

Vincent Kompany, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Manchester City, sagði eftir stórsigurinn á Watford í úrslitaleik bikarkeppninnar í gær, 6:0, að City vær besta lið heims í dag.

Með sigrinum er City fyrsta enska félagið sem vinnur öll þrjú stórmót karla á Englandi, verður Englandsmeistari, bikarmeistari og deildabikarmeistari á sama tímabilinu.

„Þvílíkt félag, þvílík forréttindi. Það var stjórinn (Pep Guardiola) sem ýtti þessu af stað, hann sagði í byrjun tímabilsins að við yrðum að vinna dieldina annað árið í röð. Í mínum augum erum við með besta lið í heimi. Að setja markið svona hátt í langan tíma, ekki bara í eitt ár heldur tvö, er magnað,“ sagði Kompany við BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert