Fer Sané til Bayern München?

Leroy Sané.
Leroy Sané. AFP

Þýska meistaraliðið Bayern München er á höttunum eftir þýska landsliðsmanninum Leory Sané og vill fá hann í sínar raðir í sumar að því er fram kemur í þýska blaðinu Kicker í dag.

Sané, sem er 23 ára gamall, átti ekki fast sæti í liði þrefaldra meistara Manchester City á tímabilinu. Hann var í byrjunarliðinu í 21 af 38 leikjum liðsins í deildinni og kom inn á sem varamaður seint í úrslitaleiknum á móti Watford í ensku bikarkeppninni á Wembley á laugardaginn.

Sané á tvö ár eftir af samningi sínum við Manchester City og hefur Pep Guardiola, stjóri meistaranna, sagt að hann vilji að félagið geri nýjan samning við Þjóðverjann.

mbl.is