Ákvað að fara eftir glæsimarkið

Vincent Kompany talar til stuðningsmanna Manchester City í gær.
Vincent Kompany talar til stuðningsmanna Manchester City í gær. AFP

Vincent Kompany fyrirliði þrefaldra meistara Manchester City segist hafa tekið ákvörðun um að yfirgefa félagið eftir að hafa skorað sigurmarkið glæsilega gegn Leicester City í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Kompany tilkynnti á sunnudaginn að ferli hans hjá Manchester City sé lokið en hann hefur verið ráðinn spilandi þjálfari hjá sínu gamla félagi í Belgíu, Anderlecht.

Kompany skoraði sigurmarkið gegn Leicester á 70. mínútu með glæsilegu skoti og í lokaumferðinni hafði City svo betur á móti Brighton og fagnaði enska meistaratitlinum annað árið í röð.

„Stundin þegar boltinn fór í netið á móti Leicester þá vissi ég að þetta væri búið. Ég hefði ekki getað gert neitt betur. Þetta lið er tilbúið að afreka miklu meira. Ég hef gert allt sem ég gat og á ekkert eftir. Ég er stoltur af því,“ sagði Kompany við stuðningsmenn City í gær en leikmenn meistaraliðsins óku um götur Manchester-borgar í opnum strætisvagni í gær og fögnuðu glæsilegu tímabili.

Fernandinho og Sergio Agüero.
Fernandinho og Sergio Agüero. AFP
Leikmenn City óku um götur Manchester í opnum strætisvagni.
Leikmenn City óku um götur Manchester í opnum strætisvagni. AFP
Pep Guardiola þjálfari City.
Pep Guardiola þjálfari City. AFP
pep Guardiola með aðstoðarmönnum sínum.
pep Guardiola með aðstoðarmönnum sínum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert